Andy Robertson bakvörður Liverpool segir það uppsuna frá rótum að hann og Alisson Becker markvörður liðsins hafi slegist á dögunum. Sögur um slagsmál þeirra fóru á flug fyrir rúmri viku.
Sagt var að Robertson hefði hjólað í Alisson eftir 3-1 tap liðsins gegn Leicester fyrir rúmri viku síðan.
„Ég lít nú ekki út fyrir einhver boxari, ég og Alisson erum líklega ólíklegustu mennirnir til að lenda í slagsmálum í klefanum. Fólki er farið að leiðast heima hjá,“ sagði skoski bakvörðurinn um málið.
Liverpool hefur verið í frjálsu falli síðustu vikur, liðið hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð og þarf nú að snúa við skútunni til að ná í Meistaradeildarsæti.
„Það bjó einhver til þessar sögu, ég elska að heyra söguna þannig að ég hafi endað sprungna vör. Ég hefði nú viljað hafa söguna á hinn veginn.“
„Þetta var tóm þvæla sem var skrifuð, allir á æfingasvæðinu verða að loka á þessar sögur og hlusta ekki á þetta.“