Al-Arabi heimsótti Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Al-Sadd en Freyr Alexanderson, stýrði Al-Arabi í fyrsta skipti í fjarveru Heimis Hallgrímssonar sem greindist með Covid-19 á dögunum.
Al-Arabi komst yfir með marki á 10. mínútu, það skoraði Sebastian Soria Al-Sadd jafnaði leikinn á 63 en á 77. mínútu kom Youssef Msakni, Al-Arabi aftur yfir.
Tvö mörk á lokamínútum leiksins sáu hins vegar til þess að Al Sadd fór með 3-2 sigur af hólmi. Sigurmarkið kom frá sjálfum Santi Cazorla sem gerði garðinn frægan hjá Arsenal.
Al-Sadd er besta liðið í Katar og hefur haft mikla yfirburði undir stjórn Xavi.
Sigurmark Cazorla má sjá hér að neðan.
Santi Cazorla 92min winner in a derby win for Al Sadd today. 😍 pic.twitter.com/b6Xb5jkNuH
— Osman 🎗 (@OsmanZtheGooner) February 22, 2021