Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Chelsea hafði betur gegn Atletico Madrid og Bayern Munchen átti ekki í vandræðum með Lazio.
Lazio tók á móti Evrópumeisturum Bayern Munchen á Ólympíuleikvanginum í Róm. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Bayern Munchen.
Robert Lewandowski kom Bayern Munchen yfir með marki á 9. mínútu.
Þannig stóðu leikar allt þar til Jamal Musiala tvöfaldaði forystu Bayern með marki í 24. mínútu.
Leroy Sané bætti við þriðja marki Bayern á 42. mínútu og fimm mínútum síðar varð Fransesco Acerbi, leikmaður Lazio, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Joaquin Correa minnkaði muninn fyrir Lazio á 49. mínútu en nær komust heimamenn ekki, fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.
Seinni leikur liðanna fer fram þann 17. mars næstkomandi
Atletico Madrid og Chelsea mættust í Búkarest. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en það var frakkinn Olivier Giroud sem skoraði sigurmark leiksins á 71. mínútu með magnaðri bakfallsspyrnu. Markið má sjá neðar í fréttinni.
Seinni leikur liðanna fer fram þann 17. mars næstkomandi.
Lazio 1 – 4 Bayern Munchen
0-1 Robert Lewandowski (‘9)
0-2 Jamal Musiala (’24)
0-3 Leroy Sané (’42)
0-4 Francesco Acerbi (’47)
1-4 Joaquin Correa (’49
Atletico Madrid 0 – 1 Chelsea
0-1 Olivier Giroud (’68)
Olivier Giroud’s goal! (1-0)
What. A. Finish#UCL pic.twitter.com/0XmJeq0BBa
— LDN (@LDNFootbalI) February 23, 2021