Kristian Nökkvi Hlynsson hefur framlengt samning sinn við hollenska liðið Ajax til ársins 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ajax.
Kristian, sem er fæddur árið 2004, gekk til liðs við Ajax á síðasta ári frá Breiðablik og þreytti frumraun sína með varaliði félagsins þann 7. desember síðastliðinn. Þá hefur hann einnig verið kallaður til æfinga hjá aðalliði félagsins.
Kristian er miðjumaður, hann hefur leikið 10 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni.
Kristian Hlynsson (2004) has renewed his contract with Ajax until 2023. Congrats 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/80CWX4lMVT
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2021
☑ Kristian Hlynsson
↳ 2023☑ Rico Speksnijder
↳ 2024☑ Yoram Boerhout
↳ 2024#ForTheFuture ∘ #TalentTuesday— AFC Ajax (@AFCAjax) February 23, 2021