Borgarstjórn í Liverpool hefur samþykkt beiðni Everton um að fá byggja nýjan og glæsilegan heimavöll innan tíðar, vonir standa til um að framkvæmdir hefjist á næstunni.
Everton ætlar að byggja 52 þúsund manna heimavöll, völlurinn á að vera staðsettur við Bramley-Moore Doc.
Everton hefur lengi viljað byggja nýjan heimavöll en Goodison Park þar sem liðið leikur í dag er komið til ára sinna..
Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton en samningur hans við félagið rennur út áður en félagið tekur völlinn í notkun. Samningur Gylfa eins og hann stendur í dag rennur út sumarið 2022, ekki er útilokað að hann geri nýjan samning við félagið.
Myndir af vellinum má sjá hér að neðan.