Ef marka má frétt The Athletic eru ekki miklar líkur á því að Manchester United reyni ekki að kaupa Jadon Sancho frá Dortmund í sumar.
Manchester United eyddi öllu síðasta sumri í störukeppni við Dortmund, liðið vildi ekki borga uppsett verð en bjóst við að Dortmund myndi gefa sig.
Sancho er tvítugur kantmaður frá Englandi sem slegið hefur í gegn í Þýskalandi. Solskjær vildi kaupa kantmann síðasta sumar en áherslur hans á markaðnum hafa breyst.
The Athletic segir að Solskjær horfi fyrst og síðast til þess að kaupa miðvörð og síðan framherja, liðið leitar að framtíðar miðverði með Harry Maguire.
Manchester United fékk Amad Diallo ungan kantmann í janúar og þá treystir félagið á að Mason Greenwood haldi áfram að bæta sig.