Liverpool þarf á góðum tíðindum að halda þessa dagana og endurkoma Diogo Jota er ein af þeim fréttum sem gleðja stuðningsmenn félagsins, sóknarmaðurinn frá Portúgal er að snúa aftur.
Jota sem byrjaði frábærlega eftir að Liverpool keypti hann síðasta haust, hefur verið fjarverandi síðustu mánuði.
Jota lék síðast í byrjun desember þegar Liverpool mætti FC Midtjylland í Meistaradeildinni. Sóknarmaðurinn kröftugi meiddist þá á hné.
Síðan þá hefur Jota verið fjarverandi, sóknarleikur Liverpool hefur á sama tíma verið bitlaus og liðið saknað kraftsins í Jota.
Stefnt er að því að Jota hefji æfingar með liðinu á miðvikudag og fari af stað að fullum krafti, vonir standa svo til um að hann verði leikfær fyrstu helgina í mars þegar liðið mætir Chelsea.
Jota kom til Liverpool frá Wolves síðasta sumar en Liverpool borgaði rúmar 40 milljónir punda fyrir hann.