Bristol Rovers F.C hefur staðfest ráðningu sína á Joey Barton og er hann nýr knattspyrnustjóri félagsins. Hann stýrir sínum fyrsta leik gegn Wigan á morgun.
Þessi 38 ára gamli fyrrum leikmaður var ekki lengi atvinnulaus en hann var rekinn frá Fleetwood í sömu deild á dögunum.
Bristol Rovers leikur í þriðju efstu deild en liðið er í 19 sæti og aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Barton tekur Clint Hill með sér sem verður aðstoðarþjálfari hans en þeir léku saman með QPR.
Barton átti frábæran feril en hann lék með Manchester City, Newcastle, QPR, Burnley og Rangers. Hann lék einn landsleik fyrir England.