Jonathan Woodgate hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Bournemouth út tímabilið. Woodgate hefur verið bráðabirgðastjóri liðsins undanfarnar vikur.
Woodgate tók við stjórnvölunum hjá Bournemouth eftir að Jason Tindall var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. Hann hefur stýrt liðinu í fimm leikjum, unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.
Forráðamenn Bournemouth skoðuðu nokkra kosti í starf knattspyrnustjóra, meðal annars Arsenal goðsagnirnar Thierry Henry og Patrick Vieira en nú hefur traustið verið sett á herðar Woodgate sem freitstar þess að koma félaginu aftur í efstu deild.
Bournemouth er sem stendur í 6. sæti ensku B-deildarinnar sem veitir sæti í úrslitakeppni um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.