West Ham United tók á móti Tottenham í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri West Ham sem er á fljúgandi siglingu í deildinni um þessar mundir. Leikið var á London Stadium, heimavelli West Ham.
Heimamenn komust yfir strax á 5. mínútu leiksins. Þar var að verki Michail Antonio. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Á 47. mínútu tvöfaldaði Jesse Lingard, forystu West Ham með marki eftir stoðsendingu frá Pablo Fornals.
Lucas Moura, minnkaði muninn fyrir Tottenham með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Gareth Bale en nær komst Tottenham ekki.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-1 sigur West Ham því staðreynd. David Moyes, knattspyrnustjóri liðsins er að gera frábæra hluti og West Ham er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 45 stig.
Tottenham er hins vegar í 9. sæti deildarinnar með 36 stig.
West Ham United 2 – 1 Tottenham
1-0 Michail Antonio (‘5)
2-0 Jesse Lingard (’47)
2-1 Lucas Moura (’64)