fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Þúsundir söfnuðust saman og hundsuðu sóttvarnaraðgerðir fyrir mikilvægasta grannaslaginn í mörg ár

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 16:24

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan tók á móti Inter Milan í Derby della Madonnina grannaslagnum í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Inter sem er á toppi deildarinnar.

Eftirvæntingin fyrir leiknum var mikil.  AC Milan og Inter Milan hefur gengið vel á leiktíðinni og skipuðu 1. og 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn. Liðin eiga sér bæði farsæla sögu og hafa oftar en ekki skipað efstu sæti deildarinnar þó það hafi ekki verið raunin undanfarin ár.

Sökum Covid-19 heimsfaraldursins gátu stuðningsmenn liðanna ekki mætt á leikinn en það hins vegar stöðvaði þá ekki í því að fjölmenna fyrir utan leikvanginn San Siro á meðan leiknum stóð.

Þúsundir manna mættu fyrir utan leikvanginn og studdu sín lið áfram, veifuðu fánum, kveiktu á blysum og sungu stuðningssöngva.

GettyImages
GettyImages
GettyImages
GettyImages

Fyrsta mark leiksins kom á 5. mínútu, það skoraði Lautaro Martínez eftir undirbúning frá Romelu Lukaku.

Martinez var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Inter með marki eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.

Það var síðan Romelu Lukaku sem innsiglaði 3-0 sigur Inter með marki á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.

Inter er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum meira en AC Milan sem situr í 2. sæti deildarinnar með 49 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara
433Sport
Í gær

Margir reiðir eftir ákvörðun félags Freys – „Greyið orðið woke“

Margir reiðir eftir ákvörðun félags Freys – „Greyið orðið woke“