Fjölnir tók á móti Fylki í Egilshöllinni í dag. Leikurinn var hluti af A-deild Lengjubikarsins en hann endaði með 4-1 sigri Fylkis.
Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 2. mínútu og því Fylkir komið yfir snemma leiks.
Þórður Gunnar Hafþórsson, bætti við öðru marki Fylkis á 24. mínútu og á 37. mínútu kom Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki í stöðuna 3-0.
Lúkas Logi Heimisson, minnkaði muninn fyrir Fjölni á 57. mínútu en það voru Fylkismenn sem áttu lokaorðið í leiknum.
Á 77. mínútu innsiglaði Hákon Ingi Jónsson, 4-1 sigur Árbæinga.
Fylkir er eftir leikinn í 1. sæti riðils-4 með 9 stig en Fjölnir er í 6. sæti með 0 stig.
Fjölnir 1-4 Fylkir
0-1 Baldur Sigurðsson, sjálfsmark (‘2)
0-2 Þórður Gunnar Hafþórsson (’24)
0-3 Ragnar Bragi Sveinsson (’37)
1-3 Lúkas Logi Heimisson (’57)
1-4 Hákon Ingi Jónsson (’77)