Fredericia tók á móti Esbjerg í dönsku B-deildinni í dag. Esbjerg leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar og er í harðri baráttu um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Esbjerg og Andri Rúnar Bjarnason var á varamannabekk liðsins.
Eina mark leiksins kom á 72. mínútu, það skoraði Kjartan Henry sem tryggði Esbjerg um leið þrjú mikilvæg stig í toppbaráttunni.
Esbjerg er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir 18 leiki, tveimur stigum á eftir toppliði deildarinnar, Viborg.
Federicia 0 – 1 Esbjerg
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (’72)
SÅDAN!!! @kjahfin 🔵⚪️ 1-0! pic.twitter.com/hECErECkBt
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) February 21, 2021