Erkifjendurnir í AC Milan og Inter Milan mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter vann leikinn 3-0 en leikið var á Giuseppe Meazza.
Það var mikil eftirvænting fyrir leiknum en liðin sátu í 1. og 2. sæti deildarinnar og því um sannkallaðan toppslag að ræða. Þá höfðu áflog milli Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic í fyrri leik liðanna einnig aukið á spennuna fyrir leiknum.
Fyrsta mark leiksins kom á 5. mínútu, það skoraði Lautaro Martínez eftir undirbúning frá Romelu Lukaku.
Martinez var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Inter með marki eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.
Það var síðan Romelu Lukaku sem innsiglaði 3-0 sigur Inter með marki á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.
Inter er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum meira en AC Milan sem situr í 2. sæti deildarinnar með 49 stig.
AC Milan 0 – 3 Inter Milan
0-1 Lautaro Martinez (‘5)
0-2 Lautaro Martinez (’57)
0-3 Romelu Lukaku (’66)