Hjörtur Hermannsson, var í byrjunarliði Bröndby sem tók á móti Vejle í 17. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Bröndby.
Mikael Uhre, kom Bröndby yfir með marki á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Jesper Lindstrom.
Á 48. mínútu varð Pierre Bengtsson, leikmaður Vejle fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því orðin 2-0 fyrir Bröndby.
Wahidullah Faghir minnkaði muninn fyrir Vejle á 57. mínútu en nær komst liðið ekki.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigurinn kemur Bröndby upp í 1. sæti deildarinnar, þar er liðið með 37 stig og eins stigs forystu á Midtjylland sem er í 2. sæti.
Bröndby 2 – 1 Vejle
1-0 Mikael Uhre (’15)
2-0 Pierre Bengtsson (’48)
2-1 Wahidullah Faghir (’57)