Barcelona tók á móti Cádiz í 24. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikið var á Camp Nou, heimavelli Barcelona.
Lionel Messi, kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu, þetta var sextánda mark Messi í spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Luis Suarez.
Leikmenn Cádiz náðu þó að jafna leikinn undir lok leiks. Á 89. mínútu skoraði Augusto Fernandez úr vítaspyrnu og tryggði Cádiz gott stig á erfiðum útivelli.
Barcelona er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 47 stig, átta stigum frá Atletico Madrid sem situr í efsta sæti deildarinnar.
Cádiz er í 14. sæti með 25 stig.
Barcelona 1 – 1 Cádiz
1-0 Lionel Messi (’32,víti)
1-1 Augusto Fernandez (’89, víti)