Tveir leikir fóru fram í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Saint-Étienne og Reims mættust og Nantes bauð Marseille heim.
Leikirnir enduðu báðir með 1-1 jafntefli. El Toure kom Reims yfir á 72. mínútu en Charles Abi jafnaði metin fyrir Saint-Étienne á lokamínútum leiksins.
Það var svo Ludovic Blas sem kom Nantes yfir gegn Marseille en Dimitri Payet jafnaði metin á 69. mínútu.