Burnley tók á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Á 30. mínútu fékk Semi Ajayi, leikmaður WBA, rautt spjald og lék liðið því einum færri mestallan leikinn. Burnley náðu þó ekki að gera sér mat úr færum sínum þrátt fyrir að vera einum fleiri. WBA náði heldur ekki að skora í leiknum og var niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Jói Berg, leikmaður Burnley, spilaði ekki í leik dagsins en hann meiddist í síðasta leik liðsins í deildinni. Jói hafði þá skorað mark í síðustu tveimur leikjum liðsins og var það því virkilega leiðinlegt að hann skyldi meiðast, sérstaklega í ljósi þess að hann var tiltölulega nýstiginn upp úr meiðslum.