Atletico Madrid tók á móti Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Morales kom gestunum yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum með góðu skoti sem fór í stöngina og inn í mark Atletico Madrid.
Staðan var 0-1 í leiknum og virtist vera sem leikurinn myndi enda þannig. Jorge De Frutos, leikmaður Levante kom þó í veg fyrir það en hann innsiglaði sigur Levante þegar 5 mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Lokaniðurstaða því 0-2 fyrir Levante.
Fyrr í dag tók Elche á móti SD Eibar. Sá leikur endaði 1-0 fyrir heimamönnum en það var Dani Calvo sem skoraði eina mark leiksins fyrir Elche.