14 leikir fara samtals fram í Lengjubikar karla í dag. Nú rétt í þessu voru tvær viðureignir að klárast, báðar í riðli 2 í A-deild karla.
KR 8-2 Fram
KR tók á móti Fram og voru KR-ingarnir ekki lengi að komast yfir, þeir skoruðu sitt fyrsta mark á 8. mínútu leiksins. Þeir komust síðan tveimur mörkum yfir rétt fyrir fyrri hálfleik og var því tveggja marka munur á liðunum í hálfleik.
Í seinni hálfleik settu KR-ingar fótinn á bensíngjöfina, skoruðu 5 mörk og komust því 7 mörkum yfir. Staðan var orðin nokkuð ómöguleg fyrir Fram sem ákvað þó ekki að gefast alveg upp. Framarar náðu að skora tvö mörk en KR innsiglaði svo 8-2 sigur með marki á lokamínútunum.
FH 1-6 Víkingur
FH tók á móti Víking, einnig í riðli 2, en FH komst yfir þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Hafnfirðingarnir skoruðu þó ekki fleiri mörk í leiknum en það sama er alls ekki hægt að segja um Víking. Víkingur gerði sér nefnilega lítið fyrir og skoraði heil 6 mörk og endaði leikurinn því með 1-6 sigri Víkings.