Í næstefstu deild Ítalíu tók Brescia á móti Cremonese. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn með Brescia en lið hans tapaði leiknum með einu marki gegn tveimur. Hólmbert Aron Friðjónsson, sem einnig leikur með Brescia, byrjaði á bekknum og kom inn á á lokamínútunum.
Lið eins Íslendings náði þó í þrjú stig í dag en það var liðið Venezia sem einnig leikur í næstefstu deild Ítalíu. Bjarki Steinn Bjarkason leikur með þeim en hann kom þó ekki við sögu í sigrinum.