14 leikir fara samtals fram í Lengjubikar karla í dag. Tveir leikir voru nú að klárast en það var leikur ÍR og Sindra í riðli 2 í B-deild karla og leikur Tindastóls og Magna í riðli 3 í B-deildinni.
Fyrri hálfleikur ÍR og Sindra var markalaus en snemma í þeim seinni náði Emil Skorri Þ. Brynjólfsson að brjóta ísinn fyrir ÍR. Þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Gunnar Óli Björgvinsson annað mark ÍR og á 82. mínútu skoraði Arian Ari Morina þriðja mark ÍR-inga. Á lokamínútunni skoraði Gunnar Óli sitt annað mark og fjórða mark ÍR og endaði leikurinn 4-0 fyrir þeim.
Leikur Tindastóls og Magna var ekki jafn markamikill en leikurinn endaði með 0-1 sigri Magna. Alexander Ívan Bjarnason skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu leiksins.