Fulham er komið með líflínu í ensku úrvalsdeildinni eftir fínan 1-0 sigur á lélegasta liði deildarinnar, Sheffield United.
Sheffield heimsótti Craven Cottage í Lundúnum í kvöld en það var Ademola Lookman sem reyndist hetja heimamanna.
Lookman sem kom til félagsins síðasta sumar skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Fulham er nú aðeins þremur stigum á eftir Newcastle sem situr í sætinu fyrir ofan fallsætin. Liðið á því góðan séns á að bjarga sæti sínu.
Fulham hefur spilað vel síðustu vikur en liðið byrjaði tímabilið illa en hefur tekist að finna vopn sín.