Coventry City og Brentford mættust í fyrstu viðureign dagsins í Championship-deildinni á Englandi í dag. Brentford hefði með sigri getað komist nær efsta sæti deildarinnar og bjuggust stuðningsmenn þeirra án efa við sigri gegn Coventry þar sem þeir sátu 18 sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn í dag.
Þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Coventry víti. Taylor Walker fór á punktinn og skoraði úr vítinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og var staðan því 1-0 fyrir Coventry í hálfleik.
Snemma í seinni hálfleik náði Walker að skora sitt annað mark í leiknum eftir stoðsendingu frá Callum O’Hare. Hvorugt liðanna skoraði mark eftir það og endaði leikurinn því með 2-0 sigri Coventry.