Wolves tók á móti Leeds United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Wolves en leikið var á heimavelli liðsins, Molineux.
Eina mark leiksins kom á 64. mínútu. Illan Meslier markvörður Leeds United varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því hirti Wolves stigin þrjú. Liðið situr í 11. sæti deildarinnar með 33 stig. Leeds United er í 12. sæti með 32 stig.
Wolves 1 – 0 Leeds United
1-0 Illan Meslier (’64, sjálfsmark)