Eduardo Camavinga miðjumaður Rennes í Frakklandi verður besti miðjumaður í heimi innan fárra orða, ef marka má umboðsmann hans Jonathan Barnett.
Barnett sem er eigandi Stellar Group sem að mestu starfar á Englandi er með Camavinga á sínum snærum, búast má við að stærri félög reyni að klófesta miðjumanninn í sumar.
Camavinga er aðeins 18 ára gamall en hefur slegið í gegn með Rennes, hann fæddist í Angóla en hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland.
„Þessa stundina er hann leikmaður Rennes, hann er sáttur þar og við höfum lítið pælt í öðru. Það er ekki okkar verk,“ sagði Barnett um stöðu mála en vitað er af áhuga Real Madrid á Camavinga.
„Sjáum hvað gerist í framtíðinni, hann er að spila vel með Rennes og það er gott. Besti miðjumaður í heimi, þar sé ég hann í framtíðinni. Með mikið af medalíum og titlum í sínum skáp.“
Barnett sagði svo að hann teldi að Camavinga myndi kosta meira en 40 milljónir punda ef félag hefði áhuga á að kaupa hann í sumar.