Zac Jagielka, sonur Phil Jagielka fyrrverandi leikmanns og fyrirliða Everton, hefur samið við erkifjendur liðsins í Bítlaborginni, Liverpool.
Phil Jagielka spilaði á sínum tíma 385 leiki fyrir Everton yfir tólf tímabil. Þá á hann einnig 40 leiki fyrir enska landsliðið.
Sonur hans Zac spilar sem framherji og mun nú spila fyrir undir 14 ára lið Liverpool. Zac hefur æft með félaginu í gegnum grasrótarstarf þess og hefur nú gert samning við liðið og mun þróa sína knattspyrnuhæfileika í akademíu félagsins.