Manchester United ætlar að funda með Edinson Cavani á næstunni og ræða framtíð hans hjá félaginu. Samningur Cavani er á enda í sumar.
Ákvæði er í samningi hans í dag með möguleika á öðru ári, framherjinn frá Úrúgvæ gekk í raðir Manchester United síðast haust.
Cavani er 34 ára gamall en hann hefur skorað sjö mörk í 24 leikjum fyrir United.
„Edinson hefur verið öflugur fyrir okkur, ég hef verið ánægður með hann og hann hefur komið vel inn í okkar lið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við fréttamenn í dag.
„Við munum funda með honum og ræða við hann um framtíðina, þá sér hann okkar plön og við hans plön. Þú ræðir svona mál alltaf við leikmennina, við erum ánægðir með framlag Cavani.“