fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Reiður Geir Þorsteinsson: „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísir.is en hann ákvað á síðustu stundu að hætta við framboð sitt til formanns ÍTF í gær.

Orri Hlöðversson er nýr formaður ÍTF, hagsmunasamtaka liða í tveimur efstu deildum fótboltans á Íslandi. Var hann kjörinn formaður á stjórnarfundi í gær.

Allt stefndi í spennandi kosningabaráttu en Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ bauð sig einnig fram.

Óvissa var um hvort Orri sem er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks fengi að fara fram. Ástæðan var sú að aðeins einn frá hverju félagi má sitja í stjórn ÍTF. Breiðablik átti fyrir fulltrúa þar sem átti ár eftir í stjórninni. Stjórn ÍTF þarf að boða til annars fundar til að manna stjórn sína.

Sá aðili steig til hliðar á fundinum í gær en Geir er klár á því að það sé ólöglegt, umræddur maður var kjörinn til tveggja ára. En meirihluti aðalfundar ÍTF samþykkti þessi áform og þá ákvað Geir að hætta við. „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir við Vísir.is.

Geir veit ekki hvaða afleiðingar málið hefur. „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo útilokar alfarið að þetta gerist í framtíðinni

Ronaldo útilokar alfarið að þetta gerist í framtíðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja að KSÍ taki þátt í að borga tugmilljóna reikning

Vilja að KSÍ taki þátt í að borga tugmilljóna reikning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Í gær

Reyna að fá Trippier frá Newcastle

Reyna að fá Trippier frá Newcastle
433Sport
Í gær

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur