Mikael Neville Anderson kom inn á í 2-0 sigri Midtjylland á AAB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Aalborg Portland Park í Álaborg.
Sory Kaba kom Midtjylland yfir með marki á 27. mínútu.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 72. mínútu þegar Evander skoraði annað mark Midtjylland og innsiglaði 2-0 sigur liðsins.
Midtjylland er sem stendur í 1. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 17 leiki.
Aab 0 – 2 Midtjylland
0-1 Sory Kaba (’27)
0-2 Evander (’72)