Þremur leikjum lauk í kvöld í A-deild Lengjubikars karla. Valur og Breiðablik fóru létt með andstæðinga sína og unnu stórsigra. Þá hafði Stjarnan betur gegn ÍA.
Á Eimskipsvellinum í Laugardal tóku Þróttarar á móti Breiðablik. Blikar leiddu 2-0 í hálfleik og bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Brynjólfi Willumssyni, Róberti Orra Þorkelssyni og Damir Muminovic..
Leikurinn endaði með 5-0 sigri Blika sem eru eftir leikinn í 1. sæti fjórða riðils með 6 stig eftir 2 leiki. Þróttarar eru í 3. sæti með 3 stig.
Á Samsungvellinum í Garðabæ tóku Stjörnumenn á móti ÍA. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Stjörnunnar en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Stjarnan er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 6 stig eftir tvo leiki. ÍA er í 2. sæti með 3 stig.
Á Origovellinum mættust heimamenn í Val og Grindavík. Staðan var 1-1 eftir 17 mínútna leik en þá settu Valsmenn í fluggír.
Leikurinn endaði með 8-1 sigri Íslandsmeistaranna þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson og Arnór Smárason voru meðal annars á skotskónum.
Valur er eftir leikinn í 1.sæti síns riðils með 6 stig eftir tvo leiki. Grindavík er í 6. sæti með 0 stig.
Valur 8 – 1 Grindavík
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (‘6)
1-1 Sigurður Bjartur (‘8)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’18)
3-1 Sigurður Egill Lárusson (’23)
4-1 Sigurður Egill Lárusson (’44)
5-1 Patrick Pedersen (’62)
6-1 Kristófer Jónsson (’66)
7-1 Kristinn Freyr Sigurðsson (’86)
8-1 Arnór Smárason (’90)
Þróttur R. 0 – 5 Breiðablik
0-1 Markaskorara vantar
0-2 Markaskorara vantar
0-3 Brynjólfur Andersen Willumsson
0-4 Róbert Orri Þorkelsson
0-5 Damir Muminovic
Stjarnan 2 – 0 ÍA
1-0 Tristan Freyr Ingólfsson
2-0 Hilmar Árni Halldórsson