fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Lengjubikarinn: Valur og Breiðablik með stórsigra – Stjarnan vann ÍA

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 20:55

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk í kvöld í A-deild Lengjubikars karla. Valur og Breiðablik fóru létt með andstæðinga sína og unnu stórsigra. Þá hafði Stjarnan betur gegn ÍA.

Á Eimskipsvellinum í Laugardal tóku Þróttarar á móti Breiðablik. Blikar leiddu 2-0 í hálfleik og bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Brynjólfi Willumssyni, Róberti Orra Þorkelssyni og Damir Muminovic..

Leikurinn endaði með 5-0 sigri Blika sem eru eftir leikinn í 1. sæti fjórða riðils með 6 stig eftir 2 leiki. Þróttarar eru í 3. sæti með 3 stig.

Á Samsungvellinum í Garðabæ tóku Stjörnumenn á móti ÍA. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Stjörnunnar en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Stjarnan er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 6 stig eftir tvo leiki. ÍA er í 2. sæti með 3 stig.

Á Origovellinum mættust heimamenn í Val og Grindavík. Staðan var 1-1 eftir 17 mínútna leik en þá settu Valsmenn í fluggír.

Leikurinn endaði með 8-1 sigri Íslandsmeistaranna þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson og Arnór Smárason voru meðal annars á skotskónum.

Valur er eftir leikinn í 1.sæti síns riðils með 6 stig eftir tvo leiki. Grindavík er í 6. sæti með 0 stig.

Valur 8 – 1 Grindavík
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (‘6)
1-1 Sigurður Bjartur (‘8)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’18)
3-1 Sigurður Egill Lárusson (’23)
4-1 Sigurður Egill Lárusson (’44)
5-1 Patrick Pedersen (’62)
6-1 Kristófer Jónsson (’66)
7-1 Kristinn Freyr Sigurðsson (’86)
8-1 Arnór Smárason (’90)

Þróttur R. 0 – 5 Breiðablik
0-1 Markaskorara vantar
0-2 Markaskorara vantar
0-3 Brynjólfur Andersen Willumsson
0-4 Róbert Orri Þorkelsson
0-5 Damir Muminovic

Stjarnan 2 – 0 ÍA
1-0 Tristan Freyr Ingólfsson
2-0 Hilmar Árni Halldórsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo útilokar alfarið að þetta gerist í framtíðinni

Ronaldo útilokar alfarið að þetta gerist í framtíðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja að KSÍ taki þátt í að borga tugmilljóna reikning

Vilja að KSÍ taki þátt í að borga tugmilljóna reikning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Í gær

Reyna að fá Trippier frá Newcastle

Reyna að fá Trippier frá Newcastle
433Sport
Í gær

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur