Enska B-deildar liðið Bournemouth hefur hafið formlegar viðræður við CF Montreal um að gera Thierry Henry knattspyrnustjóra Montreal að knattspyrnustjóra Bournemouth.
Jason Tindall var á dögunum rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Bournemouth og Jonathan Woodgate var ráðinn bráðabirgðastjóri á meðan leit stendur yfir að nýjum knattspyrnustjóra.
Búist er við að Henry taki við Bournemouth á allra næstu dögum, hann þarf að ná samkomulagi við Montreal Impact um að láta af störfum.
Arsene Wenger stjóri þeirra hjá Arsenal segir að þeir félagar hafi barist um starfið. „Ég vissi að Vieira var nálægt þessu. Ég átti ekki von á því að Henry færi í þetta vegna starfsins í Montreal,“ sagði Wenger um málið.
Henry tók fyrst við Monaco árið 2018 en var rekinn stuttu síðar, hann var aðstoðarþjálfari Belgíu og tók svo við Montreal Impact í fyrra.
„Bournemouth er gott félag, þetta er góð áskorun,“ sagði Wenger um málið.
„Bournemouth er með góða leikmenn, það er gott skref fyrir ungan stjóra að koma þarna inn. Þetta er góð áskorun til að koma liðinu upp í efstu deild.“
Bournemouth er í næst efstu deild en félagið á góðan möguleika á að komast upp og þá sérstaklega í gegnum umspil. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með 49 stig.