Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var undrandi á frammistöðu Pierre-Emerick Aubameyang í leik gegn Benfica í Evópudeildinni í gær.
Aubameyang, skoraði þrennu í leik gegn Leeds United um síðustu helgi en átti erfitt uppdráttar í leiknum gegn Benfica og brenndi meðal annars af dauðafæri.
„Þetta var skringileg frammistaða frá Aubameyang. Hann skoraði þrennu í síðasta leik og þá leit út fyrir að hinn gamli Aubameyang væri mættur aftur en í gær náði hann ekki að fylgja þessu eftir. Hann brenndi af dauðafæri og tvemur til þremur færum vegna rangrar ákvarðanatöku,“ sagði Martin Keown á Talksport.
Aubameyang hefur spilað 24 leiki á tímabilinu með Arsenal, skorað 11 mörk og gefið eina stoðsendingu.
„Maður hefði búist við honum sterkari eftir að hafa brennt af dauðafærinu eins og heimsklassa leikmenn gera en hann klúðraði fleiri færum í kjölfarið. Ef hann hefði verið sjálfum sér líkur hefði Arsenal unnið þennan leik nokkuð örugglega,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Talksport.