Knattspyrnudeild Vals og Johannes Vall hafa komist að samkomulagi um að Johannes leiki með félaginu.
Þessi öflugi vinstri fótar leikmaður sem er fæddur 1992 hefur leikið um 80 leiki í Allsvenskan efstu deild Svíþjóðar og í kringum 90 leiki í næstefstu deildinni Superettan.
Alls hefur hann spilað vel yfir 200 leiki í Svíþjóð á undanförnum árum og á að baki landsleiki með yngri landsliðum Svíþjóðar.
„Það er frábært fyrir Val að fá þennan öfluga leikmann í félagið, bjóðum Johannes Vall velkominn á Hlíðarenda,“ segir á vef Vals.