Sean Dyche stjóri Burnley óttast að Jóhann Berg Guðmundsson þurfi smá tíma til að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í gær. Kantmaðurinn knái var tekinn af velli í fyrri hálfleik gegn Fulham í gær.
Jóhann fann þá til aftan í læri og fór af velli, hann hafði komist á gott skrið síðustu vikur. Jóhann hafði skorað í tveimur deildarleikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Fulham.
Leiknum á Turf Moor í gær lauk með 1-1 jafntefli. „Ég veit meira um þetta á morgun, þetta lítur ekkert frábærlega út með Jóhann og Robbie Brady báða meidda,“ sagði Dyche.
„Við setjum þá líklega í myndatöku, til þess að vera vissir. Jóhann þarf líklega tíma til að jafna sig.“