Jonathan Barnett umboðsmaður Gareth Bale virðist benda á Jose Mourinho stjóra Tottenham þegar kemur að slakri spilamennsku kantmannsins.
Bale sem er 31 árs gamall er á láni hjá Tottenham frá Real Madrid en hann hefur ekki fundið taktinn í endurkomu sinni.
Bale hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Jose Mourinho sem virðist ekki hafa mikla trú á þessum öfluga kantmanni. „Bale er á seinni stigum ferilsins, þið verðið að ræða við Mourinho um vandræðin,“ sagði Barnett um stöðu mála.
Barnett biður fólk samt ekki um að hafa áhyggjur af Bale, hann sé með fullt rassgat af peningum.
„Þegar fólk ræðir um hvað hafi komið fyrir Bale, hann hefur unnið fleiri titla erlendis en nokkur annar breskur leikmaður í sögunni. Hann hefur gert vel fjárhagslega, hann á peninga fyrir lífstíð.“