Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Porto vann góðan sigur á Juventus og Dortmund vann mikilvægan útisigur á Sevilla.
Á Estádio Do Dragao í Portúgal tóku heimamenn í Porto á móti Juventus. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Porto.
Mehdi Taremi kom Porto yfir með marki strax á 2. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 46. mínútu þegar að Moussa Marega tvöfaldaði forystu Porto með marki eftir stoðsendingu frá Wilson Manafá.
Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus með marki á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Adrien Rabiot en nær komust gestirnir ekki.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, seinni leikur liðanna fer fram þann 9. mars næstkomandi.
Á Estadio Ramón Sánchez Pizjuán, tóku heimamenn í Sevilla á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Leikurinn endaði með 2-3 sigri Dortmund.
Suso kom Sevilla yfir með marki á 7. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 19. mínútu þegar að Mahmoud Dahoud jafnaði leikinn fyrir Dortmund með marki eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haland.
Haland var síðan aftur á ferðinni á 27. og 43. mínútu er hann skoraði annað og þriðja mark Dortmund og kom þeim í þæginlega forystu.
Luuk De Jong náði að minnka muninn fyrir Sevilla með marki á 84. mínútu en nær komust heimamenn ekki.
Seinni leikur liðanna fer fram þann 9. mars næstkomandi.
Porto 2 – 1 Juventus
1-0 Mehdi Taremi (‘2)
2-0 Moussa Marega (’46)
2-1 Federico Chiesa (’83)
Sevilla 2 – 3 Dortmund
1-0 Suso (‘7)
1-1 Mahmoud Dahoud (’19)
1-2 Erling Braut Haland (’27)
1-3 Erling Braut Haland (’43)
2-3 Luuk De Jong (’84)