Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Millwall kom inn á 71. mínútu í 2-0 sigri liðsins gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í kvöld.
Jed Wallace kom Millwall yfir með marki á 3. mínútu leiksins.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 75. mínútu þegar að Ben Thompson tvöfaldaði forystu Millwall og innsiglaði 2-0 sigur liðsins.
Millwall er eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 41 stig.
Millwall 2 – 0 Birmingham City
1-0 Jed Wallace (‘3)
2-0 Ben Thompson (’75)