Manchester United er sagt skoða miðjumenn fyrir sumarið en félagið undirbýr sig undir það að Paul Pogba fari frá félaginu. Ensk blöð fjalla um málið.
Pogba á aðeins ár eftir af samningi sínum við United í sumar en Juventus og Real Madrid hafa sýnt honum áhuga.
Ensk blöð segja frá því í dag að Ole Gunnar Solskjær hafi áhuga á því að fá Federico Valverde, miðjumann Real Madrid.
Möguleiki væri á því að United gæti skipt á leikmanni við Real Madrid en Valverde hefur verið frábær á miðsvæði Real Madrid.
United er byrjað að skoða markaðinn fyrir sumarið en líklegt er að félagið reyni að styrkja allar þrjár línur sínar, varnar, miðju og sóknarlínu.