Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United óttaðist það að minnið myndi hverfa þegar hann fékk heilablæðingu árið 2018
Þessi magnaði knattspyrnustjóri lét af störfum árið 2013 hjá Manchester United. Hann hefur síðan þá tekið virkan þátt í starfi félagsins.
Hann þurfti að draga sig til hlés vorið 2018 eftir heilablæðinguna. Ferguson er 79 ára gamall og er að gefa út heimildarmynd sem fer í kvikmyndahús í lok maí.
Myndin mun fara yfir merkustu augnablik Ferguson í lífinu, innan sem utan vallar en sonur hans Jason stýrir myndinni.
„Að tapa minninu var minn stærsti ótti eftir heilablæðinguna árið 2018,“ segir Ferguson meðal annars í myndinni.
„Þegar ég var að gera þessa mynd þá tókst mér að rifja upp mikilvægustu augnablik lífs míns, bæði þau góðu og slæmu. Það var gott að hafa son minn með mér í vinnslu myndarinnar.“