West Ham United tók á móti Sheffield United í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 3-0 sigri West Ham en leikið var á heimavelli liðsins, London Stadium.
Declan Rice kom West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 58. mínútu þegar Issa Diop tvöfaldaði forystu heimamanna með marki eftir stoðsendingu frá Aaron Cresswell.
Ryan Frederick innsiglaði síðan 3-0 sigur liðsins með marki á sjöttu mínútu í uppbótartíma venjulegs leiktíma
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigurinn lyftir West Ham upp í 4. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 42 stig. Sheffield United er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með 11 stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti í deildinni.
West Ham United 3 – 0 Sheffield United
1-0 Declan Rice (’41, víti)
2-0 Issa Diop (’58)
3-0 Ryan Frederick (’90+6)