fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Telur að kaup Leicester City á Vardy séu þau bestu í sögunni – „Talað um Leicester fyrir og eftir komu Vardy“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 20:47

Jamie Vardy Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur Skysports, telur að félagsskipti Jamie Vardy frá Fleetwood Town til Leicester City árið 2012 séu þau bestu í sögunni.

Leicester keypti Vardy á 1 milljón punda árið 2012 og síðan þá hefur hann skorað 114 mörk í ensku úrvalsdeildinni, verið lykilmaður liðsins og átti stóran þátt í ævintýralegu gengi Leicester í ensku úrvalsdeildinni árið 2016 sem endaði með því að liðið varð Englandsmeistari.

„Ég er ekki hrifinn af því að lýsa því yfir að einhver eða eitthvað sé það besta í sögunni en ef við tækjum saman lista af bestu félagsskiptum sögunnar hver gæti skákað komu Jamie Vardy til Leicester?“ skrifaði Carragher í pistli sem birtist í The Telegraph.

Carragher telur að félagsskipti Jamie Vardy til Leicester skáki félagsskiptum á borð við Eric Cantona til Manchester United, Dennis Bergkamp til Arsenal og David Silva til Manchester City, svo dæmi séu nefnd.

„Sagan í kringum félagsskipti Vardy er einstök, hann gengur til liðs við Leicester fyrir 1 milljón punda frá neðrideildar liði og kemur öllum að óvörum. Þegar saga enskrar knattspyrnu verður sögð í framtíðinni verður talað um Leicester fyrir og eftir komu Vardy,“ skrifaði Jamie Carragher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu