Veðbankar á Englandi telja mestar líkur á því að Jurgen Klopp stjóri Liverpool hætti næstur í starfi í ensku úrvalsdeldinni. Titilvörn Liverpool hefur ekki gengið vel og virðist liðið í frjálsu falli þessa dagana.
Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og virðist útilokað að liðið endurheimti titil sinn. Umræðan getur verið fljót að breytast í ensku úrvalsdeildinni og nú velta margir framtíð Klopp fyrir sér.
Veðbankar telja að Klopp sé næstur í röðinni en Jose Mourinho er næst líklegastur til að hætta eða verða rekinn. Ekki eru taldar neinar líkur á því að Liverpool reki Klopp úr starfi.
Klopp tók við starfinu hjá Liverpool árið 2015 og hefur náð að koma liðinu í hæstu hæðir, liðið hefur unnið Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina undir hans stjórn.
Líklegastir til að hætta í starfi í ensku úrvalsdeildinni:
1. Jurgen Klopp
2. Jose Mourinho
3. Roy Hodgson
4. Sam Allardyce
5. Nuno Espirito Santo