fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Næsta vonarstjarna Manchester United – Er líkt við Harry Kane

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Hugill framherji í unglingastarfi Manchester United hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með varaliði félagsins í ár. Þessi 17 ára framherji hefur raðað inn mörkum, hann vakti mikla athygli þegar hann skoraði fjögur mörk í sigri á Liverpool á dögunum.

Hugill er fæddur 18 október árið 2003. Manchester United keypti hann frá Sunderland síðasta sumar, hann kostaði félagið tæpar 50 milljónir íslenskra króna.

Stuðningsmenn Sunderland sáu mikið á eftir Hugill, þeir töldu að hann yrði stjarna í aðalliði félagsins innan tíðar. Arsenal, Tottenham, Wolves, Leeds og lið í Þýskalandi höfðu áhuga. Hann valdi Manchester United þegar það tilboð barst.

„Tækifærið að koma til Manchester United var rosalegt, ég tók ákvörðun út frá fótboltanum. United spilar fótbolta sem hentar mér, Sunderland spilaði varnarfótbolta en hjá United sækjum við til sigurs,“ segir Hugill.

„Við töldum Manchester United rétta skrefið fyrir mig, ég hef aldrei horft til baka. Að spila fyrir Manchester United er draumur.“

Næsti Harry Kane?

Hugill er fyrst og síðast framherji, hæfileiki hans til að skora mörk hefur vakið mikla athygli. Styrkleikar hans eru sagðir vera auga fyrir markið, hann er með góða fyrstu snertingu og kemur samherjum sínum inn í leikinn.

Hugill er mikið efni en enskir blaðamenn eru farnir að líkja honum við Harry Kane. Hugill líkt og Kane eru ekkert sérstaklega hraður en hefur mikil gæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu