Joe Hugill framherji í unglingastarfi Manchester United hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með varaliði félagsins í ár. Þessi 17 ára framherji hefur raðað inn mörkum, hann vakti mikla athygli þegar hann skoraði fjögur mörk í sigri á Liverpool á dögunum.
Hugill er fæddur 18 október árið 2003. Manchester United keypti hann frá Sunderland síðasta sumar, hann kostaði félagið tæpar 50 milljónir íslenskra króna.
Stuðningsmenn Sunderland sáu mikið á eftir Hugill, þeir töldu að hann yrði stjarna í aðalliði félagsins innan tíðar. Arsenal, Tottenham, Wolves, Leeds og lið í Þýskalandi höfðu áhuga. Hann valdi Manchester United þegar það tilboð barst.
„Tækifærið að koma til Manchester United var rosalegt, ég tók ákvörðun út frá fótboltanum. United spilar fótbolta sem hentar mér, Sunderland spilaði varnarfótbolta en hjá United sækjum við til sigurs,“ segir Hugill.
„Við töldum Manchester United rétta skrefið fyrir mig, ég hef aldrei horft til baka. Að spila fyrir Manchester United er draumur.“
Næsti Harry Kane?
Hugill er fyrst og síðast framherji, hæfileiki hans til að skora mörk hefur vakið mikla athygli. Styrkleikar hans eru sagðir vera auga fyrir markið, hann er með góða fyrstu snertingu og kemur samherjum sínum inn í leikinn.
Hugill er mikið efni en enskir blaðamenn eru farnir að líkja honum við Harry Kane. Hugill líkt og Kane eru ekkert sérstaklega hraður en hefur mikil gæði.