Carlo Ancelotti stjóri Everton er kominn með sólarhring öryggisgæslu fyrir utan heimili sitt í Crosby í Liverpool. Ástæðan er innbrot á heimili hans á föstudag.
Innbrotsþjófar létu til skara skríða á heimili Ancelotti á föstudag, þeir voru að fara út með peningaskáp af heimilinu þegar stjúpdóttir Ancelotti kom að þeim.
Þjófarnir hlupu á brott en lögreglan mætti á svæðið og fór yfir vettvanginn, Ancelotti brunaði heim af æfingu Everton til að vera með stjúpdóttur sinni.
Ancelotti og fjölskylda hans ákvað að herða öryggisgæslu í kringum húgsið og er nú menn á vakt allan sólarhringinn.
Innbrot á heimili knattspyrnumanna og stjóra í Bretlandi eru ansi algeng og margir eru með öryggisgæslu við heimili sín tll að tryggja öryggi.