ÍA hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í efstu deild karla en Alex Davey fyrrum leikmaður Chelsea hefur samið við félagið.
Davey er fyrst og síðast miðvörður en hefur einnig spilað sem hægri bakvörður og varnarsinnaður miðjumaður. Hann var í unglingastarfi Chelsea um langt skeið en yfirgaf félagið árið 2017.
Hann hefur farið víða á ferli sínum og var mikið lánaður frá Chelsea, meðal annars var hann lánaður til Stabæk í Noregi.
Varnarmaðurinn frá Skotlandi lék síðast með TB Rowdies í næst efstu deild í Bandaríkjunum en hann hefur verið án félags frá því í byrjun desember.
Áður hafði hann leikið með Dag & Red FC og Hartford í neðstu deildum England.
Við bjóðum @davey_alex hjartanlega velkomin uppá Skaga!
Alex kemur með svaka reynslu enn hann kom upp í gegnum yngri flokka @ChelseaFC
Welcome to Akranes, Alex 💛🖤 pic.twitter.com/BjKQThPKol
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) February 15, 2021