fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Eiður Smári eftir helgina: „Þetta gefur íslensku þjóðinni mikið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 12:30

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfari segir það góð tíðindi fyrir íslensku þjóðina að Jóhann Berg Guðmundsson sé komin á fulla ferð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir erfiða tíma hefur Jóhann Berg spilað síðustu ellefu leiki Burnley, hann hefur svo skorað í síðustu tveimur deildarleikjum. Jóhann Berg skoraði eitt mark í jafntefli gegn Brighton fyrir rúmri viku og skoraði svo annað í 3-0 sigri á Crystal Palace um helgina.

„Við þurfum á þessu að halda og það er bara virkilega gaman að sjá ekki bara að hann sé að skora, heldur að Jói sé að spila og ná að tengja saman leiki,“ sagði Eiður Smári Á Vellinum á Símanum í gær þegar farið var yfir ensku úrvalsdeildina.

Getty Images

Jóhann Berg hafði verið talsvert meiddur síðustu mánuði og ár en hefur á þessu ári haldið heilsu og unnið sér fast sæti í byrjunarliði Burnley.

„Það sem hefur verið vandræði fyrir hann eru meiðslin, þau hafa strítt honum of lengi. Það hefur haldið honum á hliðarlínunni, ég er nokkuð viss um að það hafi verið erfitt fyrir hann,“ sagði Eiður Smári.

Eiður Smári segir að góð heilsa Jóhanns séu gleðitíðindi fyrir Ísland en fyrsta verkefni Arnars Þórs Viðarssonar, Eiðs Smára og Lars Lagerback með landsliðið verður í lok mars. „Þetta gefur honum, Burnley, íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni mikið,“ sagði Eiður Smári á Vellinum á Símanum í gær

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu