Stuðningsmaður Chelsea hefur birt spádóm sinn um hvernig liðinu mun ganga restina af tímabilinu.
Spádómurinn er öllu heldur löng runa tilviljana frekar en spádómur en þeir sem eru hjátrúarfullir og halda með Chelsea geta svo sannarlega farið að kætast en samkvæmt spádómnum á Chelsea von á því að vinna Meistaradeild Evrópu og FA bikarinn. Spádómurinn er byggður upp á röð atvika sem að áttu sér stað árið 2012 sem að virðast vera að endurtaka sig á þessu tímabili.
Það sem hefur nú þegar endurtekið sig á þessu tímabili er að ungur þjálfari sé rekinn úr starfi, Liverpool tapað 2 leikjum í röð á heimavelli, 0-0 jafntefli við Tottenham á heimavelli en spennandi verður að sjá hversu vel spádómurinn rætist, hver veit nema að Chelsea endi tímabilið með Meistaradeildartitil og FA bikar í höndunum.
Last time we sacked a young manager mid season? 2012
Last time Liverpool lost back to back home league games? 2012
Last time we drew 0-0 at home v Spurs? 2012
Last time we lost to Newcastle at home? 2012
We play Newcastle at home next.
Oh and we won the UCL & FA Cup in 2012 pic.twitter.com/G4Tht5J2v2
— Dubois (@CFCDUBois) February 13, 2021