Jurgen Klopp þjálfari Liverpool er að öllum líkindum að eiga eina verstu viku lífs síns en móðir hans féll frá fyrr í vikunni og gat Klopp ekki mætt í jarðarför móður sinnar vegna sóttvarnarlaga í Þýskalandi, en hann hafði ekki hitt móður sína í rúmt ár.
Klopp fór fögrum orðum um móðir sína og sagði hana einstaka og sem trúaður maður vissi hann að hún væri komin á betri stað.
Ofan á allt er lið hans Liverpool ekki að standa sig en liðið hefur aðeins unnið 2 af síðustu 10 leikjum sínum og liðið fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sínar upp á síðkastið.
Engu að síður eru stuðningsmenn Liverpool skilningsríkir og vita fullvel hvað Klopp hefur fært liðinu síðustu ár en þjálfarinn hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna og biðu hans falleg skilaboð fyrir utan Anfield í dag.
A message for Jurgen Klopp outside Anfield today: You'll Never Walk Alone ❤️ pic.twitter.com/ASY02BaNnd
— ESPN FC (@ESPNFC) February 14, 2021