West Bromwich Albion tók á móti Manchester United á The Hawthornes í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn kláraðist rétt í þessu.
Mbaye Diagne kom West Brom yfir eftir 90 sekúndna leik og stefndi allt í að West Brom færi með forystu inn í seinni hálfleik en Bruno Fernandes hafði annað í huga þegar að hann skoraði glæsilegt mark af stuttu færi á 44. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik.
Bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sér öll þrjú stigin en en svo varð ekki og lokatölur 1-1, West Bromwich Albion situr í 19. sæti deildarinnar 12 stigum frá öruggu sæti á meðan Manchester United endurheimti annað sætið, jafnir stigum Leicester en Manchester City getur nú tryggt sér 10 stiga forskot á toppnum vinni þeir leikinn sem þeir eiga til góða.